Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að The International Whaling Commission - 261 svör fundust
Niðurstöður

Hvað útskýrir ólíka nálgun Norðurlandanna gagnvart Evrópusambandinu?

Ófáar kenningar hafa verið smíðaðar til útskýringar á þeim ólíku leiðum sem Norðurlöndin hafa kosið sér í Evrópusamrunanum. Á meðal þess sem haldið hefur verið fram er að hagsmunir ráðandi atvinnuvega í löndunum hafi haft afgerandi áhrif á afstöðuna til aðildar að sambandinu. Aðrar kenningar útskýra ólíka nálgun N...

Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?

Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evróp...

Er mikið vesen að komast í ESB?

Þessi spurning barst Evrópuvefnum frá nemanda í Háskóla unga fólksins sem skildi ekki allt þetta umstang í kringum Evrópusambandið. Það er einfalt að svara spurningunni. Það er alveg heilmikið vesen að komast í Evrópusambandið! Áður en ríki getur gerst aðili að ESB þarf að fara í gegnum ferli sem getur tekið r...

Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?

Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...

Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?

Heimsálfurnar eru sjö talsins samkvæmt þekkingu nútímans: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Nöfnin Afríka, Asía og Evrópa eru forn og uppruni þeirra ekki fullljós. Hin nöfnin eru nýrri og eiga sér nokkuð skýran uppruna. *** Hér er einnig að finna svar við spu...

Hvernig eru tölur um stuðning við íslenskan landbúnað samanborið við ESB?

Mörg ríki heimsins hafa löngum verið ófús að hleypa ódýrum erlendum búvörum hömlulaust á markað innanlands. Ýmiss konar beinn og óbeinn stuðningur við landbúnað tíðkast því víða á vegum hins opinbera, bæði frá neytendum og skattgreiðendum. Í svarinu er þessi aðstoð borin saman milli landa og svæða og eins eftir tí...

Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?

Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...

Hvernig eru útgjöld Evrópusambandsins fjármögnuð?

Útgjöld Evrópusambandsins eru að langmestu leyti fjármögnuð með beinum framlögum frá aðildarríkjunum. Framlögin taka mið af vergum þjóðartekjum ríkjanna, virðisaukaskattstofni, innheimtum tollum og sykurframleiðslu. Stærstu og best stæðu aðildarríkin borga þannig mest í sjóði sambandsins. Ríkin sem greiddu mest í ...

Hverjar eru nýjustu breytingarnar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins?

Í júní 2013 voru nýjustu endurbæturnar á sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins kynntar. Þar með lauk löngu viðræðuferli landbúnaðarráðherra sambandsins og írsk stjórnvöld önduðu léttar, enda mikill þrýstingur á þeim að klára viðræðurnar áður en formennskutímabili þeirra í ráðinu lyki. Nýju endurbæturna...

Hvaða áhrif hefur ESB haft á stöðu innflytjenda?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa alla tíð verið treg til að afsala sér valdi á sviði innflytjendamála og hefur reglusetning sambandsins á því sviði þar af leiðandi verið brotakennd. Sumar reglur ESB er varða innflytjendur eru til þess fallnar að koma í veg fyrir fólksflutninga til landa ESB en í öðrum tilvikum h...

Hvernig berið þið saman núverandi landbúnað á Íslandi og í ESB?

Aðstæður til búskapar hér á landi eru að ýmsu leyti öðruvísi en í löndum ESB. Til dæmis má nefna sólargang, loftslag, gróðurfar og mikið óbyggilegt hálendi. Sumarbeit húsdýra er skammvinn, þörf er á mikilli heyöflun sem var lengi vel vinnufrek, kornrækt er erfið en skilyrðin þó batnandi, leggja þarf meira í útihús...

Hvaða réttarstöðu hafa menntaðir nálastungulæknar í Evrópu?

Evrópusambandið hefur gefið út tilskipun um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og hefur hún verið innleidd í lög hér á landi á grundvelli EES-samningsins. Tilskipuninni er ætlað að tryggja að einstaklingar sem hafa aflað sér sérfræðiþekkingar eigi rétt á að nýta þá þekkingu og að hún sé viðurkennd í öðrum að...

Ríkir efnahagslegur stöðugleiki í Evrópusambandinu?

Nei, það ríkir ekki efnahagslegur stöðugleiki í Evrópusambandinu sem stendur. Ekki er þó útilokað að slíkur stöðugleiki náist á ný en til þess verður að ráðast í víðtækar breytingar á uppbyggingu hagkerfis sambandsins. *** Með skilgreiningu orðsins „stöðugleiki“ (e. stability) í huga (sjá meðal annars Snöru...

Af hverju er Ísland í NATO?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...

Hvað bjuggu margir í Evrópu árið 1000?

Aðferðir til að gera sér grein fyrir fólksfjölda á liðinni tíð, áður en skráning hófst, byggjast einkum á mati á vistfræðilegum þáttum ásamt tæknistigi og atvinnuháttum samfélagsins. Samkvæmt þess konar aðferðum er talið að íbúar Evrópu árið 1000 hafi verið um 36 milljónir og um helmingur þeirra hafi búið við Miðj...

Leita aftur: